Stjórn Kaldalóns hf., kt. 490617-1320, Ingólfsstræti 3, 101 Reykjavík („félagið“), boðar til hluthafafundar í félaginu þriðjudaginn 19. september 2023 kl. 16:30. Fundurinn verður haldinn á Grand hótel, Sigtúni 28, 105 Reykjavík.
Á dagskrá fundarins eru eftirfarandi mál:
1. Kaup félagsins á Klettagörðum 8-10 ehf. lögð fyrir hluthafafund til samþykktar.
2. Önnur mál löglega fram boðin.
Aðrar upplýsingar
Ekki verður boðið upp á rafrænar þátttöku á fundinum en hluthöfum gefst kostur á að senda umboðsmann á fundinn sem greiðir atkvæði fyrir þeirra hönd. Umboðsmaður skal leggja fram dagsett og skriflegt umboð við upphaf fundar.
Skel fjárfestingafélag hf., kt. 590269-1749, sem er hluthafi í félaginu, hefur samþykkt kauptilboð félagsins í alla hluti í Klettagörðum 8-10 ehf., kt. 631210-0740, með þeim skilmálum og skilyrðum sem þar koma fram, þ.m.t. skilyrði um samþykki hluthafafundar félagsins („viðskiptin“).
Stjórn félagsins boðar til hluthafafundarins með vísan til greinar 3.15 í samþykktum félagsins, þar sem fram kemur að samningar félagsins og hluthafa, sem nema að raunvirði minnst 1/20 hlutafjár félagsins skuli lagðir fyrir hluthafafund til samþykktar.
Fundargögn eru aðgengileg á vefsvæði fundarins.
Allar nánari upplýsingar um hluthafafundinn má finna á vefsíðu félagsins, www.kaldalon.is.
Reykjavík, 10. september 2029
F.h. stjórnar Kaldalóns hf.
Haukur Guðmundsson
stjórnarmaður