Stjórn Eikar fasteignafélags hf. hefur samið viðbót við greinargerð sína vegna breytinga á valfrjálsu yfirtökutilboði Regins hf. til hluthafa Eikar fasteignafélags frá 14. september 2023.
Stjórn Eikar fasteignafélags tekur að svo stöddu ekki afstöðu til þess hvort hún geti mælt með því við hluthafa sína að taka breyttu tilboði, en álítur hækkun tilboðsverðsins jákvæða þróun. Stjórn hyggst birta uppfærða afstöðu til hins breytta tilboðs Regins, a.m.k. einni viku áður en gildistími þess rennur út, enda kunna þær forsendur sem liggja til grundvallar hinu breytta tilboði Regins og afstaða stjórnar, að halda áfram að þróast þar til gildistími yfirtökutilboðsins rennur út.
Skorað er á hluthafa að kynna sér hjálagða greinargerð stjórnar Eikar fasteignafélags ásamt viðbót við hana í viðauka 6, viðauka við opinbert tilboðsyfirlit Regins og aðrar upplýsingar sem fram hafa komið af hálfu Regins í tengslum við yfirtökutilboðið.
Viðhengi