Kaldalón hf.: Birting viðauka við grunnlýsingu

Reykjavik, Iceland


Kaldalón hf., kt. 490617-1320, hefur birt viðauka við grunnlýsingu dagsetta 7. júlí 2023 sem birt var í tengslum við útgáfuramma skuldabréfa. Viðaukinn er gerður í tengslum við birtingu á lýsingu félagsins vegna fyrirhugaðrar töku allra hlutabréfa félagsins til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf. Viðaukinn felur það í sér að lýsing félagsins dagsett 10. nóvember 2023 er felld inn í grunnlýsingu með tilvísun. 

Landsbankinn hf. hafði umsjón með ferli að fá viðaukann við grunnlýsingu staðfestan hjá Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands. Viðaukinn er meðfylgjandi og einnig birtur á vefsvæði útgefanda, www.kaldalon.is/fjarfestar

Frekari upplýsingar veitir:
Jón Þór Gunnarsson - Forstjóri
kaldalon@kaldalon.is

Viðhengi



Pièces jointes

Kaldalon-vidauki-vid-grunnlysingu