Lánasjóður sveitarfélaga - Útgáfuáætlun fyrir árið 2024


Áætluð útgáfa skuldabréfa Lánasjóðs sveitarfélaga árið 2024 til fjármögnunar útlána er 24-29 milljarðar króna að markaðsvirði.

Áætlun þessi miðast við núverandi aðstæður á markaði. Verði breytingar á markaðsaðstæðum má reikna með að ofangreind áætlun geti breyst. Lánasjóður sveitarfélaga endurskoðar áætlanir sínar hálfsárslega eða oftar ef þörf krefur.

Útgáfudagatal verður gefið út síðar.


Nánari upplýsingar veitir Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri, ottar@lanasjodur.is / s. 515 4949