Kvika banki hf.: Afkoma fjórða ársfjórðungs 2023 undir áætlun stjórnenda samkvæmt drögum að uppgjöri


Drög að samstæðuuppgjöri Kviku banka hf. („Kvika“) fyrir fjórða ársfjórðung 2023 liggja nú fyrir en samkvæmt drögunum er hagnaður samstæðunnar fyrir skatta áætlaður um 1.480 m.kr. á fjórða ársfjórðungi, sem er ekki í samræmi við áætlun stjórnenda.

Rekstrarniðurstaðan varð fyrir neikvæðum áhrifum vegna einskiptisliða að fjárhæð 230 m.kr. og  530 m.kr. sértækrar niðurfærslu vegna stakrar innlendrar útlánaáhættu. Að öðru leyti var rekstur samstæðunnar í takti við áætlun á tímabilinu.

Ársuppgjör vegna 2023 er óendurskoðað og enn í vinnslu og getur tekið breytingum fram að birtingu. Kvika mun birta uppgjör ársins 2023 eftir lokun markaða þann 15. febrúar 2024.


Vinsamlegast athugið að tilkynning þessi er tilkynning á innherjaupplýsingum í samræmi við 17. gr. reglugerðar (ESB) nr. 596/2014 um markaðssvik („MAR“), sem var veitt lagagildi hérlendis með lögum um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 60/2021.


Fyrir frekari upplýsingar vinsamlegast hafið samband við fjárfestatengsl Kviku á netfanginu ir@kvika.is