Eik fasteignafélag hf.: Auglýst eftir tilnefningum eða framboðum til stjórnar


Tilnefningarnefnd Eikar fasteignafélags hf. auglýsir hér með eftir tillögum hluthafa að frambjóðendum til stjórnarkjörs sem og framboðum annarra til stjórnar vegna aðalfundar félagsins sem stendur til að halda 11. apríl 2024. Allir núverandi stjórnarmenn Eikar hafa sagt tilnefningarnefnd félagsins að þau munu gefa áfram kost á sér til stjórnarsetu í félaginu.

Tilkynning um framboð skal vera á sérstöku eyðublaði sem tilnefningarnefnd félagsins lætur í té og unnt er að nálgast á heimasíðu félagsins https://www.eik.is/hluthafar/.

Tillögur hluthafa og framboð skulu send á netfangið tilnefningarnefnd@eik.is eigi síðar en 16. febrúar 2024.

Rökstudd tillaga nefndarinnar skal kynnt með fundarboði aðalfundar og vera aðgengileg hluthöfum á heimasíðu félagsins a.m.k. þremur vikum fyrir aðalfund. Starfsemi tilnefningarnefndar takmarkar ekki heimildir til þess að skila inn framboðum til stjórnar minnst sjö sólarhringum fyrir aðalfund í samræmi við 3. mgr. 20. gr. samþykkta félagsins.

Viðhengi



Pièces jointes

frambod-til-stjornarsetu-eydublad