REITIR: Aðalfundur 6. mars 2024


Aðalfundur Reita fasteignafélags hf. verður haldinn kl. 15.00, miðvikudaginn 6. mars 2024 í fundarsal 2 á Hotel Reykjavik Natura, Nauthólsvegi 52, 102 Reykjavík.

Drög að dagskrá fundarins:

1. Stjórn skýrir frá rekstri félagsins og hag þess á liðnu ári.
2. Ársreikningur og samstæðureikningur félagsins fyrir liðið starfsár lagðir fram til staðfestingar.
3. Ákvörðun um greiðslu arðs og meðferð hagnaðar félagsins á síðastliðnu starfsári.
4. Tillögur stjórnar lagðar fyrir aðalfund:
     a. Tillaga um heimild til kaupa á eigin hlutabréfum.
     b. Tillaga um lækkun hlutafjár til jöfnunar eigin hluta.
     c. Tillaga um breytingar á starfskjarastefnu félagsins.
     d. Tillaga um breytingar á starfsreglum tilnefningarnefndar.
     e. Tillaga um skipun nefndarmanna í tilnefningarnefnd.
5. Kosning stjórnarmanna félagsins.
6. Kosning endurskoðanda eða endurskoðunarfélags.
7. Ákvörðun um laun stjórnar, undirnefnda stjórnar og tilnefningarnefndar fyrir komandi starfsár.
8. Önnur mál, löglega upp borin.

Hjálagt er fundarboð, tillögur stjórnar og skýrsla tilnefningarnefndar.

Árs- og sjálfbærniskýrsla Reita 2023 hefur verið gefin út og er hún aðgengileg hér.

Viðhengi



Pièces jointes

Auglýsing - boðun aðalfundar Reita 2024 Tillögur stjórnar til aðalfundar Reita 2024 Starfskjarastefna Reita - með breytingartillögum 2024 Starfsreglur tilnefningarnefndar - með breytingartillögum 2024 Skýrsla tilnefningarnefndar 2024