Kaldalón hf.: Útgáfa nýs hlutafjár vegna þegar tilkynntra kaupa á Hafnagarði ehf.

Reykjavik, Iceland


Stjórn Kaldalóns hf.: kt. 490617-1320, hefur þann 16. febrúar 2024, ákveðið að hækka hlutafé félagsins um kr. 67.468.360 úr kr. 11.128.216.470 í kr. 11.195.684.830. Hver hlutur í Kaldalóni hf. er að nafnvirði tíu (10) krónur. Fjöldi hluta hækkar því um  6.746.836, úr 1.112.821.647 hlutum í 1.119.568.483 hluti.

Útgáfan er hluti af kaupsamningi um Hafnagarð ehf., en eina eign þess er Köllunarklettsvegur 1. Vísað er til tilkynningar frá 22.8.2022 þar sem hluti af annarri greiðslu er greidd með útgáfu nýs hlutafjár af Kaldalóni. Þriðja og síðasta greiðsla er áætluð 1. desember 2024 eða fyrr.

6.746.836 hlutir verða gefnir út á genginu 16,98 kr/hlut sem er meðaltal 10 viðskiptadaga fyrir þann dag sem gagngjald var afhent, eða 1. janúar 2024.

Heimild stjórnar til að hækka hlutafé félagsins er til samræmis við gr. 2.4 í samþykktum félagsins, en samkvæmt heimildinni hafa hluthafar ekki forgangsrétt að nýjum hlutum, heldur er stjórn heimilt að selja þá fjárfestum. 

Hluthafaskrá Kaldalóns verður uppfærð til samræmis.