VÍS: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun


Í níundu viku 2024 keypti VÍS 3.900.000 eigin hluti fyrir kr. 68.512.500 eins og hér segir: 

Dagsetning Tími Keyptir hlutir Viðskiptaverð Kaupverð (kr.) Eigin hlutir eftir viðskipti
26.2.2024 10:04:41 400.000 17,95 7.180.000 20.250.000
27.2.2024 11:53:52 400.000 17,30 6.920.000 20.650.000
27.2.2024 14:19:32 400.000 17,30 6.920.000 21.050.000
28.2.2024 10:58:46 300.000 17,00 5.100.000 21.350.000
28.2.2024 13:42:25 400.000 17,00 6.800.000 21.750.000
29.2.2024 10:51:25 400.000 17,00 6.800.000 22.150.000
29.2.2024 14:12:57 500.000 17,10 8.550.000 22.650.000
1.3.2024 10:58:52 500.000 18,53 9.262.500 23.150.000
1.3.2024 15:05:18 600.000 18,30 10.980.000 23.750.000
    3.900.000   68.512.500 23.750.000

Kaupin eru í samræmi við endurkaupaáætlun félagsins sem hrint var í framkvæmd 31. janúar 2024, sbr. tilkynningu á markað þann 24. janúar 2024.
  
VÍS hefur keypt samtals 22.600.000 hluti í félaginu sem samsvarar 75,33% af þeim eigin hlutum sem að hámarki var heimilt að kaupa samkvæmt áætluninni. Kaupverð hinna keyptu hluta nemur samtals kr. 404.870.000. VÍS á nú samtals 23.750.000 hluti eða 1,25% af heildarhlutafé félagsins sem er 1.906.700.000. 

Í endurkaupaáætluninni kemur fram að ekki verði keyptir fleiri en 30.000.000 hlutir. Fjárhæð endurkaupanna verður þó aldrei hærri en 500 milljónir króna að heildarkaupverði.

Framkvæmd endurkaupaáætlunar og tilkynningar um viðskipti með eigin bréf eru í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/1995, 5. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik nr. 596/2014, sem og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2016/1052, samanber lög um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 60/2021. 

Nánari upplýsingar veitir Erla Tryggvadóttir, samskiptastjóri, í síma 660-5260 eða með netfanginu fjarfestatengsl@vis.is