Aðalfundur SKEL fjárfestingafélags hf. verður haldinn þann 7. mars 2024 kl. 16:00 í Ballroom salnum í Reykjavík Edition, Austurbakka 2, 101 Reykjavík.
Framboðsfrestur til stjórnar er runninn út. Eftirtaldir aðilar hafa gefið kost á sér í stjórn félagsins:
- Birna Ósk Einarsdóttir
- Guðni Rafn Eiríksson
- Jón Ásgeir Jóhannesson
- Nanna Björk Ásgrímsdóttir
- Sigurður Kristinn Egilsson
Nánari upplýsingar um frambjóðendur og tillögu tilnefninganefndar er að finna í viðhengi og á heimasíðu SKEL: https://skel.is/hluthafar/hluthafafundir-skel
Framboðsfrestur til setu í tilnefningarnefnd félagsins er einnig runninn út. Eftirfarandi einstaklingar eru í framboði til tilnefningarnefndar:
- Almar Þór Möller
- Álfheiður Eva Óladóttir
Samkvæmt starfsreglum tilnefningarnefndar skal hluthafafundur kjósa tvo nefndarmenn en nýkjörin stjórn félagsins skipar einn úr stjórn í nefndina í kjölfar aðalfundar. Almar og Álfheiður verða því sjálfkjörin til setu í nefndinni.
Öll fundargögn má finna á heimasíðu félagsins: https://skel.is/hluthafar/hluthafafundir-skel
Skráning á aðalfundinn á fundarstað er frá kl. 15:00 á fundardegi.
Nánari upplýsingar veitir Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, forstjóri, fjarfestar@skel.is
Viðhengi