Vátryggingafélag Íslands hefur sótt um að breyta auðkenni hlutabréfa og skuldabréfa félagsins úr „VÍS“ í „SKAGI“.
Sótt er um að þessi breyting verði gerð á bréfum skráðum hjá Nasdaq Iceland og samhliða hjá Nasdaq CSD.
Gert er ráð fyrir að breytingarnar taki gildi 25. mars 2024.
Lögformlegu heiti félagsins, Vátryggingafélags Íslands hf., verður breytt í Skagi hf. þegar fyrir liggur heimild fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands til yfirfærslu á vátryggingastarfsemi félagsins í dótturfélagið VÍS tryggingar hf.
Nánari upplýsingar veitir Erla Tryggvadóttir, samskiptastjóri Skaga, í síma 660-5260 og með netfanginu erla@skagi.is