Í dag barst félaginu stefna frá Samskip þar sem stjórnarformanni f.h. félagsins og forstjóra þess er stefnt til viðurkenningar á bótaskyldu án fjárhæðar vegna meintra ólögmætra og saknæmra athafna í tengslum við sátt sem Eimskip gerði við Samkeppniseftirlitið árið 2021.
Nánari upplýsingar veitir Edda Rut Björnsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs- og samskiptasviðs, sími: 825 3399.