Kvika stækkaði í dag skuldabréfaflokk bankans í sænskum krónum sem gefinn var út í maí 2023. Stækkunin nemur 500 milljónum sænska króna en upphaflega útgáfan nam 275 milljónum sænskra króna. Heildarstæð flokksins eftir útgáfuna nemur því 775 milljónum sænskra króna.
Skuldabréfin, sem bera fljótandi vexti og hafa lokagjalddaga í maí 2026, voru seld á kjörum sem jafngilda 240 punkta álagi á þriggja mánaða millibankavexti í sænskum krónum. Swedbank og Nordea sáu um viðbótarútgáfuna fyrir hönd bankans en tilboð bárust frá 11 fjárfestum og heildareftirspurn var yfir 500 milljónum sænskra króna.
Fyrir frekari upplýsingar vinsamlegast hafið samband við fjárfestatengsl Kviku banka á netfanginu fjarfestatengsl@kvika.is eða í síma 540 3200.