ÍL-sjóður: Útboð í tengslum við sölu á skuldabréfaflokknum LSS150434


Miðvikudaginn 5. júní nk. mun ÍL-sjóður halda útboð milli kl. 10:30 og 11:00 þar sem seld verða skuldabréf útgefin af Lánasjóði sveitarfélaga í eigu ÍL-sjóðs.

ÍL-sjóður stefnir að því að selja bréf í skuldabréfaflokknum LSS150434 fyrir 1.000 til 3.000 milljónir að nafnvirði. Niðurstaða útboðsins verður tilkynnt með opinberum hætti kl. 12:00 á útboðsdegi.

Uppgjörsdagur viðskiptanna er föstudagurinn 7. júní 2024.

Útboðið verður með hollensku fyrirkomulagi þar sem öll samþykkt tilboð bjóðast þátttakendum á sama verði. Lægsta samþykkta verð (hæsta ávöxtunarkrafa) ræður þá söluverðinu.

ÍL-sjóður áskilur sér rétt til að hækka útboðsfjárhæðina, samþykkja öll tilboð, samþykkja þau að hluta eða hafna öllum tilboðum.

Umsjónaraðili með framkvæmd útboðsins er deild Lánamála ríkisins hjá Seðlabanka Íslands. Aðalmiðlurum ríkisverðbréfa sem gert hafa þátttökusamning við ÍL-sjóð (Arion banki hf., Fossar fjárfestingarbanki hf., Íslandsbanki hf., Kvika banki hf. og Landsbankinn hf.), er boðið að hafa milligöngu um viðskiptin og verður Bloomberg viðskipta- og útboðskerfið notað.

Áhugasömum er bent á að snúa sér til aðalmiðlara til að taka þátt í útboðinu.

Útboðsskilmálar útboðsins eru í meðfylgjandi viðhengi.

Nánari upplýsingar veita:

Steinþór Pálsson f.h. ÍL-sjóðs, sími 616-0200, netfang verkefnisstjornil@fjr.is

Starfsmenn Lánamála ríkisins sem umsjónaraðili útboðanna í síma 569-9635 og 569-9679, netfang lanamal@lanamal.is

Viðhengi



Pièces jointes

ÍL-sjóður - Útboðsskilmálar