Kvika banki hf.: Moody‘s staðfestir lánshæfismat Kviku; horfur stöðugar


Moody's Investors Service („Moody‘s“) tilkynnti í dag staðfestingu á lánshæfismati Kviku banka hf. („Kvika“).

Moody‘s staðfestir Baa1/P-2 skammtíma lánshæfismat Kviku á innlánum, Baa2 langtíma lánshæfismat  Kviku sem útgefanda óveðtryggðra skuldabréfa og grunnlánshæfismat og aðlagað grunnlánshæfismat (BCA) sem ba1.

Moody‘s staðfestir einnig (P)Baa2 lánshæfismat EMTN útgáfuramma vegna óveðtryggðra skuldabréfa og (P)Ba2 vegna víkjandi skuldabréfa. Lánshæfismat EMTN útgáfuramma vegna undirskipaðra óveðtryggðra skuldabréfa  (e. junior senior unsecured) hækkar í (P)Ba1 úr (P)Ba2.

Moody‘s staðfestir einnig Baa1/P-2 langtíma og skammtíma mótaðilaáhættu (CRR). Horfur lánshæfismatsins eru sem áður stöðugar.

Fyrir frekari upplýsingar vinsamlegast hafið samband við fjárfestatengsl Kviku banka á netfanginu fjarfestatengsl@kvika.is eða í síma 540-3200.

Viðhengi



Pièces jointes

Rating_Action-Moodys-Ratings-affirms-Kvika-04Jul2024-PR_492680