REITIR: Kynningarfundur vegna birtingar uppgjörs fyrri árshelmings 2024


Reitir birta árshlutauppgjör vegna fyrri árshelmings 2024 eftir lokun markaða á morgun, fimmtudaginn 22. ágúst.

Af því tilefni er fjárfestum og markaðsaðilum boðið til fundar þar sem Guðni Aðalsteinsson, forstjóri og Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, kynna uppgjörið.

Fundurinn verður haldinn kl. 8:30 föstudaginn 23. ágúst á skrifstofu Reita, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík. Fundinum er jafnframt streymt í gegnum netið á slóðinni https://vimeo.com/event/4523313/embed/7abd8fb54d/interaction

Fjárfestar sem fylgjast með streymi geta sent spurningar sem óskað er eftir að verði teknar fyrir á fundinum á netfangið fjarfestatengsl@reitir.is.

Upplýsingar veitir Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, í 669 4416 eða einar@reitir.is.