Heimar hf.: Úthlutun kauprétta


Stjórn Heima hf. ákvað á fundi sínum í dag að veita forstjóra og framkvæmdastjórum félagsins kauprétti allt að 16.000.000 hlutum í félaginu, sem samsvarar 0,88% af heildarhlutafé félagsins eins og það var þegar kaupréttarkerfið var samþykkt. Samningar vegna þessa voru undirritaðir í dag.

Með kaupréttarkerfi er sett upp langtíma hvatakerfi félagsins sem ætlað er að tvinna saman hagsmunum forstjóra, framkvæmdastjóra og annarra stjórnenda félagsins. Skilmálar kaupréttarsamninganna eru í samræmi við kaupréttaráætlun sem samþykkt var á hluthafafundi félagsins þann 30. ágúst 2024. Hægt er að nálgast starfskjarastefnu félagsins hér.

Meginefni kaupréttarsamninganna er eftirfarandi;

  • Nýtingarverð kaupréttanna er 26,66 kr. fyrir hvern hlut, þ.e. vegið meðalverð í viðskiptum með hlutabréf félagsins tuttugu (20) viðskiptadaga fyrir gerð kaupréttarsamninga auk 5,5% vaxta frá gerð kaupréttarsamnings og fram að nýtingardegi.
  • Ávinnsludagur er þremur (3) árum frá úthlutun.
  • Nýtingartímabil er á fyrstu þrjátíu (30) bankadögum í kjölfar birtingar árs- eða árshlutauppgjörs félagsins á tólf mánaða tímabili eftir að fullum þremur árum er náð frá gerð kaupréttarsamninganna.
  • Kaupréttarhöfum ber að halda eftir hlutum sem nema fjárhæð hreins hagnaðar af nýttum kaupréttum, þegar skattur hefur verið dreginn frá, þar til eftirfarandi fjárhæðarviðmiðunum er náð, mælt í virði hlutafjáreignar í félaginu sem margfeldi af grunnárslaunum: sex (6) sinnum mánaðarlaun.
  • Almennt séð falla kaupréttir niður fyrir ávinnslutíma ef ráðningarsambandi kaupréttarhafa við félagið er slitið.
  • Félaginu er óheimilt að veita lán eða ábyrgðir af nokkru tagi í tengslum við kaupréttarkerfið.

Í kjölfar úthlutunar kauprétta nemur heildarfjöldi útistandandi kauprétta sem Heimar hf. hafa veitt stjórnendum sínum 16.000.000 eða um 0,88% hlutafjár í félaginu.

Nánari upplýsingar um kauprétti sem veittir voru forstjóra og framkvæmdastjórum má finna í viðhengi.

Viðhengi



Pièces jointes

Tilkynning um viðskipti - HBÞ Tilkynning um viðskipti - BMH Tilkynning um viðskipti - DEE Tilkynning um viðskipti - BEB Tilkynning um viðskipti - PVB