Kvika banki hf.: Birting uppgjörs þriðja ársfjórðungs miðvikudaginn 6.nóvember


Áætlað er að stjórn Kviku banka hf. samþykki árshlutareikning samstæðunnar fyrir þriðja ársfjórðung og fyrstu níu mánuði ársins 2024 á stjórnarfundi miðvikudaginn 6.nóvember og verður hann birtur í kjölfarið, eftir lokun markaða.

Kynningarfundur fyrir hluthafa og markaðsaðila verður að þessu sinni samtvinnaður Fjárfestadegi Kviku sem haldinn verður fimmtudaginn 7.nóvember kl. 12:00 í Norðurljósasal Hörpu og í beinu streymi.

Fundurinn fer fram á íslensku en upptaka með enskum texta verður einnig gerð aðgengileg síðar á vefsvæði Kviku.



Fyrir frekari upplýsingar vinsamlegast hafið samband við fjárfestatengsl Kviku banka á netfanginu  fjarfestatengsl@kvika.is