Garðabær hefur lokið útboði í skuldabréfaflokknum GARD 11 1.
Heildartilboð í GARD 11 1 voru samtals 3.600 m.kr. að nafnverði. Ákveðið var að taka tilboðum, samtals að nafnverði 2.500 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 3,70%. Útistandandi fyrir útboð voru 500 m.kr. að nafnverði. Heildarstærð flokksins er nú 3.000 m.kr. að nafnverði.
Uppgjör viðskipta fer fram miðvikudaginn 13. nóvember.
Bæjarráð hefur staðfest niðurstöðu útboðsins og vísað til samþykkis bæjarstjórnar.
Í tengslum við ofangreint útboð hefur bæjarráð samþykkt hækkun lántökuheimildar Garðabæjar fyrir árið 2024 um 540 m.kr.