Landsbankinn hf.: Niðurstaða skiptiútboðs sértryggðra skuldabréfa


Í tengslum við útboð Landsbankans á sértryggðum skuldabréfum í gær fór fram skiptiútboð þar sem fjárfestar áttu kost á því að greiða fyrir skuldabréf í útboðinu með afhendingu skuldabréfa í flokki LBANK CBI 24 á fyrirframákveðna verðinu 100.

Niðurstaða skiptiútboðs leiðir til þess að Landsbankinn kaupir 1.500 m.kr. að nafnverði í flokki LBANK CBI 24.

Uppgjör endurkaupanna fer fram þann 13. nóvember 2024.