Garðabær hefur lokið útboði í skuldabréfaflokknum GARD 11 1.
Heildartilboð í GARD 11 1 voru samtals 3.600 m.kr. að nafnverði. Ákveðið var að taka tilboðum, samtals að nafnverði 2.500 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 3,70%. Útistandandi fyrir útboð voru 500 m.kr. að nafnverði. Heildarstærð flokksins er nú 3.000 m.kr. að nafnverði.
Uppgjör viðskipta fer fram miðvikudaginn 13. nóvember.
Bæjarstjórn hefur staðfest niðurstöðu útboðsins.
Í tengslum við ofangreint útboð hefur bæjarstjórn samþykkt hækkun lántökuheimildar Garðabæjar fyrir árið 2024 um 540 m.kr.