Í tengslum við nýtingu starfsfólks á kaupréttum í samræmi við kaupréttaráætlun félagsins sem tilkynnt var um 13. október 2023 hefur félagið ráðstafað eigin hlutum að nafnvirði kr. 18.220.862, sem nemur 0,96% af hlutafé félagsins. Kaupréttir voru gefnir út á genginu 15,25 og nemur heildarkaupverð vegna nýtingarinnar því kr. 277.868.146.
Skagi á nú eigin hluti að nafnvirði kr. 10.742.361 sem nemur 0,56% af hlutafé félagsins.