Í dag hafa Samskip kært til Landsréttar úrskurð sem héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp þann 11. desember sl. og finna má hér. Héraðsdómur vísaði frá dómi máli sem Samskip höfðuðu í apríl sl. gegn félaginu og forstjóra þess, þar sem krafa var gerð um viðurkenningu bótaskyldu án fjárhæðar vegna meintra ólögmætra og saknæmra athafna í tengslum við sátt sem Eimskip gerði við Samkeppniseftirlitið 2021.