Eik fasteignafélag hf.: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun - Lok endurkaupaáætlunar


Í 51. viku 2024 keypti Eik fasteignafélag hf. 6.692.435 eigin hluti fyrir ISK 93.336.444 eins og hér segir:

DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr.)Eigin hlutir eftir viðskipti
16.12.202411:411.361.00013,9518.985.950                                 25.132.000
17.12.202410:581.361.00014,1019.190.100                                 26.493.000
18.12.202415:351.361.00014,1019.190.100                                 27.854.000
19.12.202409:401.361.00014,0019.054.000                                 29.215.000
20.12.202410:411.248.43513,5516.916.294                                 30.463.435
  6.692.435 93.336.444 

Kaupin eru í samræmi við endurkaupaáætlun sem var hrint í framkvæmd 29. nóvember 2024, sbr. tilkynningu til Kauphallar dags. 28. nóvember 2024.  Endurkaupin munu að hámarki nema samtals 300 milljónum króna að kaupverði og mun áætlunin vera í gildi þar til framangreindu viðmiði er náð, en þó aldrei lengur en til 31. janúar 2025.

Eik átti 23.771.000  eigin hluti fyrir viðskiptin en á að þeim loknum 30.463.435 eða sem nemur 0,89% af útgefnum hlutum í félaginu.

Endurkaupaáætluninni er nú lokið en Eik hefur keypt samtals 21.463.435 eigin hluti samkvæmt áætluninni eða sem nemur 0,63% af útgefnum hlutum í félaginu og nemur heildarkaupverð þeirra 298.779.394. kr.

Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar og tilkynningar um viðskipti eru í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/1995, 5. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 596/2014 um markaðssvik, sbr. lög nr. 60/2021 um aðgerðir gegn markaðssvikum, og reglugerð framkvæmdastjórnar 2016/1052/EB, sem hefur að geyma tæknilega skilmála varðandi endurkaupaáætlanir.

Nánari upplýsingar veitir Lýður H. Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs á netfanginu lydur@eik.is