Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Tilkynning um hækkun hlutafjár vegna nýtingar kauprétta


Stjórn Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar hf. (hér eftir „félagið“) hefur tekið ákvörðun um að hækka hlutafé félagsins um kr. 5.687.739 að nafnverði, úr kr. 2.837.715.174 í kr. 2.843.402.913, að nafnverði, með útgáfu 5.687.739 nýrra hluta. Hver hlutur er að fjárhæð ein króna og fylgir hverjum hlut eitt atkvæði.

Hlutirnir eru gefnir út til efnda á kaupréttarsamningum fyrrum stjórnanda félagsins og fer hækkunin fram á grundvelli 2. mgr. 4. gr. samþykkta félagsins, sem heimilar stjórn að hækka hlutafé til að mæta nýtingu kauprétta.

Áskriftarverð hinna nýju hluta er eftirfarandi, í samræmi við ákvæði þeirra tveggja kaupréttarsamninga sem um ræðir:

Fjöldi hluta:Áskriftarverð:
4.500.000kr. 4,75 á hlut að viðbættum 8% ársvöxtum frá 19. maí 2021
1.187.739kr. 11,90 á hlut

Hlutafjárhækkunin verður tilkynnt til og skráð af fyrirtækjaskrá Skattsins og nýir hlutir verða gefnir út af Nasdaq CSD og óskað eftir töku þeirra til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland.