Samherji - Ársuppgjör 2006


Hagnaður Samherja tæpir tveir milljarðar króna



 Lykiltölur	 	 	 	 	 
 	 	 	 	 	 
 Millj. kr	2006	2005	2004	2003	2002
 	 	 	 	 	 
Rekstrartekjur	23.705	21.291	16.760	12.377	13.001
Rekstrargjöld	18.298	17.370	14.494	10.125	10.003
 	 	 	 	 	 
 	 	 	 	 	 
Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði	5.406	3.921	2.266	2.252	2.998
   Hlutfall af veltu	23%	18%	14%	18%	23%
 	 	 	 	 	 
Afskriftir	-1.729	-1.459	-1.380	-1.144	-1.244
Hreinir fjármagnsliðir	-1.423	1.227	1.140	-394	410
Áhrif hlutdeildarfélaga	17	195	1.212	499	109
 	 	 	 	 	 
 	 	 	 	 	 
Hagnaður fyrir tekjuskatt	2.270	3.884	3.238	1.213	2.273
 	 	 	 	 	 
Tekjuskattur	-244	-838	-409	-199	-414
Hlutdeild minnihluta	-111	58	85	53	20
 	 	 	 	 	 
 	 	 	 	 	 
Hagnaður ársins	1.915	3.104	2.914	1.067	1.879
 	 	 	 	 	 
 	 	 	 	 	 
Veltufé frá rekstri	2.115	1.416	1.472	1.542	2.245
   Hlutfall af veltu	9%	7%	9%	12%	17%
 	 	 	 	 	 
 	31.12.06	31.12.05	31.12.04	31.12.03	31.12.02
Fastafjármunir	31.935	20.647	20.096	16.028	15.846
Veltufjármunir	10.036	8.041	6.752	6.167	6.143
 	 	 	 	 	 
 	 	 	 	 	 
Eignir samtals	41.971	28.688	26.848	22.195	21.989
 	 	 	 	 	 
 	 	 	 	 	 
Eigið fé	9.205	7.094	11.557	8.974	8.202
Hlutdeild minnihluta í eigin fé dótturfélaga	622	361	286	235	198
					
Langtímaskuldir og skuldbindingar	23.899	9.876	8.972	8.420	8.318
Skammtímaskuldir	8.245	11.357	6.033	4.566	5.271
 	 	 	 	 	 
 	 	 	 	 	 
Skuldir og eigið fé	41.971	28.688	26.848	22.195	21.989
 	 	 	 	 	 
 	 	 	 	 	 
Eiginfjárhlutfall	22%	25%	43%	40%	37%
Veltufjárhlutfall	1,22	0,71	1,12	1,35	1,17


Samkvæmt ársreikningi Samherja hf. fyrir árið 2006, sem stjórn félagsins samþykkti á stjórnarfundi sínum í dag, nam hagnaður Samherja 1.915 milljónum króna.  Hagnaður af rekstri félagsins fyrir afskriftir (EBITDA) nam 5.406 milljónum króna en um 40% af þeirri fjárhæð kemur frá erlendri starfsemi.  Þetta er besti árangur félagsins frá upphafi.

"	Rekstrartekjur samstæðunnar námu 23.704 milljónum króna og jukust um ríflega 11% frá árinu 2005.  Rekstargjöld ársins voru 18.298 milljónir og hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) var 5.406 milljónir króna. Afskriftir voru 1.729 milljónir króna og voru fjármagnsliðir neikvæðir um 1.423 milljónir króna. Hlutdeild í hagnaði hlutdeildarfélaga nam 16 milljónum króna, hagnaður fyrir tekjuskatt var 2.270 milljónir og hagnaður eftir tekjuskatt og hlutdeild minnihluta nam 1.915 milljónum króna eins og áður segir.  Veltufé frá rekstri var 2.115 milljónir króna og handbært fé frá rekstri 1.866 milljónir króna.

"	Samherji gerir ekki upp samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum og nemur gjaldfærsla óefnislegra eigna tæpum 900 milljónum króna í ársreikningi félagsins sem gera má ráð fyrir að væru ekki gjaldfærðar í reikningsskilum samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum.

"	Heildareignir samstæðunnar í árslok 2006 voru bókfærðar á 41.971 milljónir króna. Skuldir og skuldbindingar samstæðunnar námu 32.144 milljónum króna, hlutdeild minnihluta í eigin fé nam 622 milljónum og var bókfært eigið fé samstæðunnar í árslok 9.205 milljónir króna.  Heildar eignir samstæðunnar aukast um 13.283 milljónir króna og stafar aukningin að verulegum hluta af fjárfestingum Kaldbaks, dótturfélags Samherja sem námu 9.435 milljónum króna á árinu.  Þessi mikla stækkun á efnahagsreikningi samstæðunnar hefur þau áhrif að eiginfjárhlutfall samstæðunnar lækkar úr 25% í 22% á sama tíma og eigið fé samstæðunnar eykst um 2.110 milljónir króna.

"	Áhrif dótturfélaga á afkomu Samherja voru jákvæð um 900 milljónir króna á árinu  Öll erlend dótturfélög Samherja skiluðu góðum hagnaði á árinu og  þá var hagnaður af rekstri Oddeyrar ehf.

"	Rekstur Samherja gekk vel á síðasta ári og eru horfur á árinu 2007 almennt góðar. Áframhaldandi sterk króna og háir innlendir vextir munu þó hafa neikvæð áhrif á afkomuna hérlendis.

Fréttatilkynning frá Samherja föstudaginn 23. mars  2007. Allar nánari upplýsingar veitir Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri í síma 460 9000


Attachments

Samherji - 12-2006.pdf