Samkvæmt 3.. mgr. 21.gr. laga um húsnæðismál nr. 44/1998, með síðari breytingum, og samkvæmt 14. gr. reglugerðar nr. 522/2004 um ÍLS-veðbréf og íbúðabréf getur stjórn Íbúðalánasjóðs ákvarðar vexti ÍLS-veðbréfa með hliðsjón af fjármögnunarkostnaði í reglulegum útboðum íbúðabréfa og með vegnum fjármagnskostnaði vegna uppgreiddra lána, að viðbættu vaxtaálagi. Vaxtaákvörðun Íbúðalánasjóðs byggir því á ávöxtunarkröfu í útboði íbúðabréfa sem haldið var 23. mars, ásamt vegnum fjármagnskostnaði uppgreiðslna ÍLS-veðbréfa. Vegnir vextir í útboði íbúðabréfa og uppgreiddra ÍLS-veðbréfa er 4,30%. Vaxtaálag vegna rekstrar er 0,25%, vegna varasjóðs 0,20% og vegna uppgreiðsluáhættu 0,25%, samtals 0,70% Íbúðalánasjóður hefur í kjölfar útboðs á íbúðabréfum ákveðið að útlánsvextir íbúðalána sjóðsins verði óbreyttir. Útlánsvextir íbúðalána sjóðsins verða því 4,75%, á lán með uppgreiðsluálagi, en 5,00% á lán án uppgreiðsluálags.
Recommended Reading
-
Since 2020, the IL Fund has been undergoing a winding-up process, with the government working to create conditions that would allow for the fund’s dissolution. A proposal for the settlement of HFF...
Read More -
The IL Fund, pursuant to the Housing Act No. 44/1998, is authorised to make additional calls of Housing Bonds. This authorisation corresponds to the authorisation of real estate mortgagors to make...
Read More