2006


Ársreikningur Mosfellsbæjar fyrir árið 2006 var tekinn til fyrri umræðu í
bæjarstjórn í dag, miðvikudaginn 9. maí. Ársreikningnum var vísað til seinni
umræðu sem fyrirhuguð er 23. maí. 

Rekstur sveitarfélagsins á árinu 2006 gekk mjög vel og umtalsvert betur en gert
var ráð fyrir í fjárhagsáætlun. 

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 3.207,6 millj. kr. samkvæmt
samanteknum ársreikningi fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A
hluta 2.955,6 millj. kr.  Álagningarhlutfall útsvars var 12,94% en lögbundið
hámark þess er 13,03%. 

Álagningarhlutfall fasteignagjalda í A-flokki nam 0,265% en lögbundið hámark
þess er 0,5%, í B-flokki nam álagningarhlutfall 0,44% og í C-flokki nam
álagningarhlutfallið 1,2% en lögbundið hámark þess er 1,32% auk heimildar
sveitarstjórna til að hækka álagningu A og C flokkanna um allt að 25%. Á árinu
var gefinn sérstakur 15% afsláttur af álögðum fasteignagjöldum skv. A-flokki. 

Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins, samkvæmt samanteknum ársreikningi A og B
hluta, var jákvæð um 129,7 millj. kr., en rekstrarniðurstaða A hluta var jákvæð
um 190,9 millj. kr. samkvæmt rekstrarreikningi. 

Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2006 nam 1.970,0 millj. kr. samkvæmt
efnahagsreikningi, en þar af nam eigið fé A hluta 1.495,3 millj. kr. 

Þann 1. desember 2006 voru íbúar Mosfellsbæjar 7.501 og fjölgað um 4,8% á
árinu. Í Þriggja ára áætlun er gerð ráð fyrir 6,7% íbúaaukningu á árinu 2007,
10,9% árið 2008, 12,9% árið 2009 og 11,7% árið 2010. Áætlaður íbúafjöldi í
árslok 2010 er tæplega 110þúsund. 

Ársreikning bæjarsjóðs Mosfellsbæjar má nálgast á heimasíðu bæjarins www.mos.is
undir liðnum Stjórnsýsla. 



Meðfylgjandi:
Ársreikningur Mosfellsbæjar 2006
Tafla 1 með lykiltölum
Tafla 2 með lykiltölum

Attachments

microsoft word - lykiltolur ur arsreikningi mosfellsbjar 2001.pdf microsoft word - lykiltolur ur arsreikningi mosfellsbjar 2006.pdf arsreikningur mosfellsbr 2006 - oundirritaur.pdf