2006


Ársreikningur Grindavíkurbæjar og stofnana fyrir árið 2006 var staðfestur í
bæjarstjórn Grindavíkur þann 9. maí s.l. en þá fór fram síðari umræða um
ársreikninginn. Samkvæmt lögum ber að fjalla um ársreikninginn á tveimur fundum
og var fyrri umræða þann 18. apríl 2007. 

Endurskoðendur Grindavíkurbæjar hafa endurskoðað ársreikninginn og er áritun
þeirra án fyrirvara. 

Niðurstöður málaflokka eru að mestu í samræmi við áætlanir. Helstu frávik í
rekstri í samanteknum reikningsskilum eru þau að: 

-  Framlög jöfnunarsjóðs eru um 43 millj. kr. hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir.

-  Breyting lífeyrisskuldbindingar er 13 millj. kr. hærri en áætlað var.

-  Launakostnaður var 16 millj. kr. hærri en gert var ráð fyrir í áætlun.

-  Fjármagnsliðir eru 65 millj. kr. hærri áætlað hafði verið og skýrist það að
mestu leyti af hærra gengistapi og verðbótum langtímalána en áætlað hafði
verið. 

Helstu liðir í rekstri málaflokka eru launaliðir. Launamenn hjá Grindavíkurbæ
og stofnunum voru 153 í 124 stöðugildum á árinu 2006. Laun og launatengd gjöld
voru 539,5 milljónir kr, þar af eru laun bæjarstjórnar, bæjarráðs og
bæjarstjóra 23,6 millj. kr. 

Hægt er að nálgast ársreikninginn á heimasíðu Grindavíkurbæjar, 
http://www.grindavik.is, undir liðnum:
Stofnanir - Bæjarskrifstofa - Fjárhagsupplýsingar

Attachments

grindavikurbr.pdf arsreikningur samstu 2006.pdf