- Nýtt hlutafé í Century Aluminum Company verður skráð á First North Iceland 14. júní 2007


CENX -  Heimildarskírteini fyrir hluti (Global Depository Receipts) verða skráð
á First North Iceland 14. júní 2007 

Nýtt hlutafé í Century Aluminum Company verður skráð á First North Iceland
fimmtudaginn 14. júní 2007.  Alls verða 1.897.500 heimildarskírteini fyrir
hluti (Global Depositary Receipts) tekin til viðskipta á First North.  Eitt
skírteini samsvarar einum hlut.  Century Aluminum Company er nú þegar skráð á
Nasdaq og er fyrsta félagið á bandarískum markaði sem verður tvíhliða skráð hér
á landi. 

Century Aluminum Company rekur álver í Bandarríkunum og á Íslandi.  Auk þess á
félagið hlut í báxít og súrálsframleiðslufyrirtækjum í Bandaríkunum og á
Jamaica.  Höfuðstöðvar Century eru í Monterey í Kaliforníu. 
 
Markaður:  First North Iceland
Auðkennni:  CENX 
Viðskiptalota:  20 hlutir (GDR)
Atvinnugeiri:  Hráefni
ISIN-auðkenni:  IS0000014884
Orderbook ID:  40846.

Umsjónaraðilar skráningarinnar voru Kaupþing banki hf. og Landsbanki Íslands
hf.   Lýsingu má nálgast á fréttasíðu First North Iceland: 
http://omxgroup.com/firstnorth/Markadsfrettir/Tilkynningar_fra_felogum/Tilkynnin
garfrafelogum_island/ 
Certified Adviser:  Landsbanki Íslands hf.