Hagnaður Sorpu b.s. fyrstu sex mánuði ársins var 64,8 millj.kr. en var 11,3 millj.kr. fyrir sama tímabil og árið áður. Hagnaður fyrir fjármagnsliði og afskriftir nam 103,5 millj.kr. en var 98,5 millj. fyrir sama tímabil á árinu 2006. Heildareignir samlagsins 30. júní 2007 námu 1.771 millj.kr. og heildarskuldir 771 millj.kr. Eigið fé í lok tímabilsins var 1.000 millj.kr. og hafði aukist um rúmar 66,6 millj.kr. frá því í upphafi árs. Handbært fé frá rekstri var á tímabilinu 2007 100,8 millj.kr. Stjórn SORPU bs. staðfesti árshlutareikninginn þann 27. ágúst 2007. Frekari upplýsingar: Sigríður Björg Einarsdóttir, (sigridur.bjorg.einarsdottir@sorpa.is), skrifstofustjóri SORPU bs. S. 520-2200
2007
| Source: Sorpa