Þann 29. júní 2007 auglýsti Fasteignafélagið Stoðir hf. (“Stoðir”) þá ætlun sína að leggja fram valfrjálst skilyrt tilboð (“tilboðið”) til allra hluthafa Keops A/S (“Keops”). Þann 27. júlí 2007 var tilboðsskjalið lagt fram. Tilboðstími rann út þann 31. ágúst 2007 kl. 20.00 CET, og á þeim tíma höfðu Stoðir fengið samþykki frá hluthöfum samtals 176.053.918 hluta í Keops, hver að nafnvirði DKK 1, sem samsvarar 96,72% hluta og atkvæðisréttar í Keops (þar með eru taldir eigin hlutir Keops og kaupréttir). Þeim hlutum sem samþykki fengust fyrir má greina í tvennt. Annars vegar er um að ræða eigendur 53.119.741 Keops hluta (30,2%) sem kusu að samþykkja peningagreiðslu sem endurgjald, og hins vegar eigendur 122.934.177 Keops hluta (69,8%) sem kusu að fá hluti í Stoðum sem endurgjald. Samtals mun verða gefið út nýtt hlutafé í Stoðum að fjárhæð 2.364.195.277 kr. til hinna rúmlega 350 hluthafa Keops sem valið hafa hluti í Stoðum sem endurgjald fyrir hluti sína. Stoðir álíta að öll skilyrði tilboðsins hafi verið uppfyllt, og staðfestir að félagið muni nú ljúka tilboðsferlinu. Gert er ráð fyrir að gengið verði frá greiðslum þann 6. september með milligöngu Verðbréfaskráningar Íslands. Stoðir hyggjast nú hefja innlausnarferli til að eignast þá hluti sem eftir standa í eigu annarra í Keops, og munu Stoðir á næstu dögum óska eftir því við stjórn Keops að hún boði til hluthafafundar, meðal annars til að fá samþykki hluthafa Keops til þess að hefja ferli til afskráningar hluta í Keops úr kauphöll OMX í Kaupmannahöfn. Fasteignafélagið Stoðir hf. Nánari upplýsingar veitir: Skarphéðinn B. Steinarsson, forstjóri Símanúmer: +354-660-0063 Fasteignafélagið Stoðir hf. Kringlunni 4-12 103 Reykjavík Ísland
- Niðurstöður hins valfrjálsa skilyrta tilboðs í alla hluti félagsins KEOPS A/S
| Source: Landic Property hf.