- Beiðni um afskráningu hluta Mosaic Fashions


Yfirtökutilboði Tessera Holding ehf. og samstarfsaðila í Mosaic Fashions hf.
lauk 7. ágúst sl. Í kjölfar greiðslu í samræmi við skilmála tilboðsins fóru
Tessera Holding ehf. og samstarfsaðilar með samtals 99,9% af hlutafé félagsins.
Innlausn útistandandi hluta í Mosaic Fashions hf. stendur nú yfir. 

Stjórn Mosaic Fashions hf. hefur farið þess á leit við OMX Norrænu Kauphöllina
Íslandi að hlutir félagsins verði afskráðir úr Nordic Exchange. 

Nánari upplýsingar veitir Þórólfur Jónsson, framkvæmdastjóri
fyrirtækjaráðgjafar Kaupþings banka hf., í síma 444-6000.