- Beiðni um afskráningu hlutabréfa í Vinnslustöðinni


Stjórn Vinnslustöðvarinnar hf. hefur farið þess á leit við OMX Norrænu
kauphöllina Íslandi að hluta¬bréf félagsins verði afskráð úr Nordic Exchange.
Ályktun þess efnis var samþykkt á stjórnarfundi Vinnslustöðvarinnar hf. þann
13. september 2007. 

Helstu ástæður þess að óskað er eftir afskráningu eru að stjórn
Vinnslustöðvarinnar telur að félagið uppfylli ekki lengur skráningarskilyrði
Nordic Exchange um fjölda hluthafa og dreifða eignaraðild, auk þess sem velta
með hlutabréf félagsins er lítil og ekki útlit fyrir að hún muni aukast. Vegna
beins og óbeins kostnaðar sem félagið ber vegna skráningar hluta þess á
skipulagðan verðbréfamarkað þjónar skráningin því litlum tilgangi fyrir
hluthafa félagsins. 

Nánari upplýsingar veitir Sigurgeir B. Kristgeirsson í síma 897 9607.

Upplýsingar um Vinnslustöðina hf. er hægt að fá á vefsíðu félagsins, www.vsv.is.