Þann 15.mars 2007 var undirritaður samningur um yfirfærslu allra eigna, réttinda og skuldbindinga Hitaveitu Rangæinga til Orkuveitu Reykjavíkur frá og með 01.janúar 2007 og var Hitaveita Rangæinga lögð niður og afskráð í kjölfarið. Hitaveitan var dótturfélag að fullu í eigu Orkuveitunnar, sem er sameignarfyrirtæki sem starfar á grundvelli laga nr 139/2001. Meðal skuldbindinga sem Orkuveita Reykjavíkur yfirtók eru skuldabréf Hitaveitu Rangæinga skv. skuldabréfaflokki HVR 03 1, upphaflega að nafnverði 300 m.kr. Meðfylgjandi er afrit af samningi þessum, ásamt sameiginlegum efnahagsreikningi 1.janúar 2007. Allar eignir og skuldir framseljanda yfirfærast á bókfærðu verði pr. 31.12.2006, og verður því hvorki til hagnaður né tap við yfirfærsluna hjá framseljanda.
- Samruni Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Rangæinga 1. janúar 2007
| Source: Orkuveita Reykjavíkur
Recommended Reading
-
Reykjavík Energy‘s (Orkuveita Reykjavíkur) Board of Directors approved today the interim financial statements for the first nine months of 2025. The consolidated profit amounted to ISK 6.7 billion,...
Read More -
The European Investment Bank (EIB) – the EU’s climate bank – and Orkuveitan have signed a EUR 100 million loan agreement, with disbursements available over the next two years. The financing will...
Read More