Fundur stofnfjáreigenda Byrs sparisjóðs, sem haldinn var í dag, samþykkti einróma, með fyrirvara um samþykki Fjármálaeftirlitsins, samruna Byrs sparisjóðs við Sparisjóð Kópavogs samkvæmt samrunaáætlun, sem stjórnir sparisjóðanna undirrituðu 27. júní sl. BYR rekur nú sex útibú í Reykjavík, Garðabæ og Hafnarfirði og Sparisjóður Kópavogs er með þrjú útibú í Kópavogi. Með sameiningu fjölgar möguleikum til framþróunar og sóknar og til verður fyrirtæki með mjög sterka markaðsstöðu í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði. Starfsmannafjöldi í sameinuðum sjóði verður um 200. Nánari upplýsingar veita sparisjóðsstjórar: Ragnar Z Guðjónsson 575-4000 Magnús Ægir Magnússon 575-4000
- Samruni BYRS við SPK samþykktur einróma
| Source: Byr sparisjóður