- 9 mánaða uppgjör 2007


Stjórn Vinnslustöðvarinnar hf. samþykkti í dag uppgjör félagsins fyrir fyrstu
níu mánuði rekstrarársins.  Þar kemur meðal annars fram eftirfarandi: 

•  Hagnaður var á rekstrinum á tímabilinu að upphæð 1.080 milljónir króna. Er
   það mikil breyting frá í fyrra þegar hagnaður fyrstu níu mánuði ársins nam 63
   milljónum króna. 

•  Heildartekjur félagsins voru 4.556 milljónir króna, örlitlu minna en á  sama
   tímabili í fyrra. Tekjur fiskvinnslu jukust um 7,6% á meðan tekjur útgerðar
   jukust um tæplega 9,0%. Rekstrargjöld hækkuðu um liðlega 12,4%. 

•  Framlegð félagsins (hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði) nam 1.187
   milljónum króna og jókst um 3,5% frá fyrra ári. Framlegðarhlutfall hækkaði úr
   25,6% í fyrra í 26,0% í ár. 

•  Veltufé frá rekstri nam 821 milljón króna og var 18% af rekstrartekjum. Það
   dróst saman um 26% frá sama tímabili í fyrra. 

•  Afskriftir hækkuðu um 77 milljón króna frá fyrra ári og voru tæplega 335
   milljónir króna. 

•  Tekjur Hugins ehf., hlutdeildarfélags Vinnslustöðvarinnar, voru 659 milljónir
   króna en 352 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Framlegð félagsins á
   tímabilinu var 168 milljónir króna.  Hagnaður félagsins eftir skatta nam 150
   milljónum króna en gengishagnaður félagsins nam 120 milljónum króna. Tap
   félagsins var 299 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Hlutdeild
   Vinnslustöðvarinnar í hagnaði Hugins ehf. nam 72 milljónum króna. 

•  Tekjur About Fish ehf., hlutdeildarfélags Vinnslustöðvarinnar, voru 1.009
   milljónir króna og framlegð þess tæplega 7 milljónir króna. Hagnaður
   félagsins eftir skatta nam 9 milljónum króna og var hlutdeild
   Vinnslustöðvarinnar í þeim hagnaði tæplega 4 milljónir króna. 

•  Niðurstaða fjármagnsliða félagsins var jákvæð um 370 milljón króna á fyrstu
   níu mánuðum 2007, þar af nam gengishagnaður langtímalána félagsins 539
   milljónum króna. Á sama tímabili í fyrra voru fjármagnsliðir neikvæðir um 636
   milljónir króna. 

•  Reiknaður tekjuskattur á tímabilinu var 218 milljónir króna.

•  Félagið hefur hafið vinnu við rannsóknir á veiðum og atferli humars með það
   að markmiði að auka arðsemi við nýtingu hans. Verkefnið er unnið í samstarfi
   við Háskóla Íslands með styrk úr AVS-sjóðnum. Því er ætlað að varpa ljósi á
   áhrif veiða á búsvæði humars og atferli hans. Fleiri rannsóknaverkefni eru
   fyrirhuguð, aðallega varðandi humar og þorsk. Enn sem komið er hefur lítill
   kostnaður fallið til vegna rannsóknaverkefnanna. 

•  Ný frystigeymsla félagsins verður tekin í notkun fyrir loðnuvertíð, en áætlað
   er að framkvæmdum ljúki í janúar 2008. Framkvæmdir eru komnar vel á veg:
   grunnur hefur verið lagður og byrjað verður að reisa húsið á næstu dögum. 


Heildarskuldir og skuldbindingar félagsins lækkuðu um 562 milljónir króna frá
upphafi árs til septemberloka og eru 6.200 milljónir króna. Nettóskuldir eru
3.714 milljónir króna en þær voru 4.558 milljónir króna  í lok síðasta árs;
minnkuðu því um 844 milljónir króna. 

Eigið fé jókst frá áramótum um 628 milljónir króna og er 3.064 milljónir króna
eða 33,1% af heildareignum. Aukning eigin fjárs á tímabilinu stafar af hagnaði
ársins að upphæð 1.079 milljónir króna en lækkun kom hins vegar á móti að
upphæð 451 milljón króna vegna útgreiðslu arðs. 




Rekstrarhorfur á árinu

Rekstrarhorfur félagsins til skemmri og lengri tíma hafa versnað.  Sterk króna
hefur veruleg áhrif til skemmri tíma og niðurskurður á aflamarki í þorski hafa
veruleg áhrif þegar til lengri tíma er litið. 



Frekari upplýsingar:
Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri í símum 488 8004 og 897 9607

Attachments

frettatilkynning - 3 arsfjourngur 2007.pdf vinnslustoin hf. arshlutareikningur 30.9.07.pdf