Haldinn 8. nóvember 2007


Hluthafafundur Vinnslustöðvarinnar hf. var haldinn í gær, 8. nóvember. Þar
mættu hluthafar sem fóru með 99,57% af virku hlutafé félagsins. 

Á fundinum lagði stjórn fram eftirfarandi tillögu:

Almennur hluthafafundur Vinnslustöðvarinnar hf. haldinn þann 8. nóvember 2007
samþykkir ákvörðun stjórnar félagsins að óska eftir að hlutabréf í
Vinnslustöðinni hf. verði afskráð af OMX Nordic Exchange Iceland hf. 

Niðurstaða kosningar var eftirfarandi:

Fjöldi              hluta         Hlutfall

Já                913.629.543       61,00%
Nei               500.757.422       33,44%
Auðir              83.288.224        5,56%
Samtals mættir   1.497.696.020     100,00%

Virkt hlutafé    1.504.204.857