LEIÐRÉTTING: - Skipting


Leiðrétting: bætt við frétt á íslensku

Hinn 6. nóvember 2007 var Landic Property hf. skipt í samræmi við lög um
hlutafélög á þann hátt að Stoðir fasteignir ehf. tóku við öllum fasteignum
Landic Property hf. á Íslandi, öllum rekstri sem fasteignunum tengdist og
tilheyrandi eignum og skuldum. Landic Property hf. var eini stofnandi Stoða
fasteigna ehf. og fyrir skiptinguna eini eigandi félagsins. Um var að ræða
svokallaða skattalega skiptingu, sem fól það í sér að eignirnar færðust á milli
félaganna á bókfærðu verði og hafði færslan ekki í för með sér skattskyldu,
hvorki fyrir Landic Property hf. né hluthafa þess. Eitt skilyrða slíkrar
skiptingar er að hluthafar félagsins sem skipt er fái eingöngu hluti í því
félagi sem við tekur og fengu hluthafar Landic Property hf. því hluti í Stoðum
fasteignum ehf. Eftir skiptinguna átti Landic Property hf. yfir 90% hlutafjár í
Stoðum fasteignum ehf. og hafði því rétt til að innleysa minni hluta hluthafa í
samræmi við lög um einkahlutafélög. Landic Property hf. nýtti sér rétt sinn til
innlausnar og er nú eigandi alls hlutafjár í Stoðum fasteignum ehf.
Tilgangurinn með skiptingu Landic Property hf. og eftirfarandi innlausn var að
færa eignarhald fasteigna félagsins í dótturfélag. 

Meðfylgjandi er skiptingaráætlun. Nánari upplýsingar veitir Guðrún
Ögmundsdóttir í síma 860 77 72

Attachments

stodir division schedule.pdf