Kaupþing banki hf. (Kaupþing) hefur, fyrir eigin reikning, hafið viðskiptavakt með hlutabréf Landsbankans í viðskiptakefi OMX Nordic Exchange á Íslandi samkvæmt tilkynningu um viðskiptavakasamning. Samningurinn felur í sér að sett verða fram daglega kaup- og sölutilboð í hlutabréf Landsbankans áður en markaður er opnaður sem gilda innan dagsins. Markmið samningsins er að auðvelda viðskipti með hlutabréf Landsbankans og styðja við skilvirka og gagnsæja verðmyndun. Skilmálar viðskiptavakasamningsins eru eftirfarandi: • Kaupþing skuldbindur sig til að setja daglega fram kaup- og sölutilboð í hlutabréf Landsbankans að lágmarki 1.000.000 hlutir og skulu tilboð vera á því gengi sem Kaupþing ákveður í hvert skipti • Hámarksmunur á kaup- og sölutilboðum skal ekki vera meiri en 1,0% og frávik frá síðasta viðskiptaverði ekki meira en 3,0% • Hámarksfjárhæð heildarviðskipta sem Kaupþing skuldbindur sig til að vera þátttakandi að dag hvern skal vera kr. 400.000.000,- að markaðsverði • Kaupþing hóf viðskiptavaktina þann 21. janúar 2008. Nánari upplýsingar gefur fjárfestatengill Landsbankans, Tinna Molphy í gegnum netfang ir@landsbanki.is eða í síma 410 7200 / 861 1440.