Moody's lækkar lánshæfismatseinkunn Landsbankans í A2/C-


Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody's Investors Service hefur í dag lækkað
lánshæfismatseinkunn Landsbankans, þ.e. fyrir langtímaskuldbindingar í A2 úr
Aa3 og einkunn fyrir fjárhagslegan styrk í C- úr C. Hins vegar hefur einkunn
vegna innlendra og erlendra skammtímaskuldbindinga bankans, P-1, verið staðfest
óbreytt, en það er jafnframt hæsta einkunn sem gefin er af Moody's. Horfur á
öllum lánshæfiseinkunnum eru stöðugar. Með þessari breytingu er lokið
endurskoðun á lánshæfismati bankans sem Moody's tilkynnti um 30. janúar 2008. 

Á undanförnum 12 mánuðum hefur langtímaeinkunn Landsbankans hjá Moody's farið
úr A2 upp í Aaa, niður í Aa3 og nú aftur til fyrra horfs í A2.  Í febrúar 2007,
tilkynnti Moody's um nýja aðferðafræði ‘Joint Default Analysis (JDA)' sem
leiddi til hækkunar á lánshæfismatseinkunnum fjölda banka, þar á meðal íslensku
bankanna í Aaa sama flokk og íslenska ríkið. Eftir að hafa sætt harðri gagnrýni
frá greiningaraðilum og markaðsaðilum, tilkynnti Moody's um aðlögun á JDA
aðferðafræðinni í apríl 2007 og lækkaði samhliða lánshæfismatseinkunnir fjölda
alþjóðlegra fjármálafyrirtækja, þ.m.t. einkunn Landsbankans í Aa3. Í kjölfar
tilkynningar Moody's í dag er Landsbankinn aftur kominn með sömu
langtímaeinkunn A2 og fyrir rúmu ári síðan. 

Nánari rökstuðning Moody's má finna í fréttatilkynningu sem fylgir hér með.

Frekari upplýsingar veita:
Bankastjórar Landsbankans, Sigurjón Þ. Árnason s. 898 0177 og Halldór J.
Kristjánsson í s. 820 6399,  og Brynjólfur Helgason, framkvæmdastjóri
Alþjóðasviðs í s. 820-6340.

Attachments

moodys rating action - landsbanki - 28 feb 2008.pdf