Þær tillögur félagsstjórnar sem voru lagðar fyrir aðalfund 365 hf. þann 11. mars voru samþykktar; Eftirfarandi tillaga um arðgreiðslu var samþykkt: Stjórn 365 hf. leggur til að ekki verði greiddur út arður fyrir síðastliðið starfsár. Eftirfarandi tillögur um breytingar á samþykktum félagsins voru samþykktar: 1.Endurnýja heimild til stjórnar að ákveða hækkun á hlutafé vegna kaupréttarsamninga Stjórn félagsins gerir að tillögu sinni að breyta grein 2.01.2 í samþykktum félagsins sbr. eftirfarandi: Stjórn félagsins hefur heimild til að ákveða hækkun á hlutafé félagsins um allt að kr. 80.000.000 (krónur áttatíu milljónir) til greiðslu á skuldbindingum vegna útgefinna kaupréttarsamninga starfsmanna og stjórnarmanna. Heimild þessi gildir í fimm ár frá samþykkt hluthafafundar. Hluthafar hafa fallið frá forgangsrétti til nýrra hluta í útgáfu samkvæmt þessari grein. Stjórn félagsins ákveður nánari útfærslu á ákvæði þessu. 2.Endurnýja heimild til stjórnar að kaupa eigin hlutabréf Stjórn félagsins gerir að tillögu sinni að breyta grein 2.01.3 í samþykktunum sbr. eftirfarandi: Stjórn félagsins hefur heimild hluthafafundar til að kaupa eigin hlutabréf, sbr. 55. gr. laga um hlutafélög nr. 2/1995. Hámarksfjöldi keyptra hluta skal vera allt að 10% af hlutafé félagsins. Kaupverð skal vera að lágmarki nafnverð hlutabréfanna og að hámarki 10% yfir markaðsverði bréfanna hverju sinni. Heimildin gildir til næsta aðalfundar félagsins. 3.Veita stjórn heimild til hækkunar á hlutafé Stjórn félagsins gerir að tillögu sinni að breyta grein 2.01.4 í samþykktunum sbr. eftirfarandi: Stjórn félagsins er heimilt að hækka hlutafé félagsins að verðmæti allt að kr. 1.500.000.000 að nafnverði með útgáfu nýrra hluta. Stjórn félagsins ákveður gengi og útfærslu á greiðsluskilmálum. Heimildin gildir til næsta aðalfundar félagsins. Stjórn félagsins gerir einnig að tillögu sinni að fá heimild til að breyta grein 2.01.1 í samþykktunum til samræmis við ofangreinda hækkun á hlutafé. 4.Boða skal fjölmiðla á aðalfund Stjórn félagsins gerir að tillögu sinni að bæta við grein 4.05.2 í samþykktunum sbr. lagabreytingu 2. mgr. 88. gr. laga um hlutafélög nr. 2/1995 sem kveður á um eftirfarandi: Ætíð skal boða stjórnarmenn, framkvæmdastjóra og endurskoðendur félagsins á hluthafafund, svo og fulltrúa fjölmiðla á aðalfund. Eftirfarandi tillaga um starfskjarastefnu var samþykkt: Stjórn 365 hf. leggur til að engar breytingar verði gerðar á starfskjarastefnu félagsins, sem samþykkt var á aðalfundi 20. mars 2007. Eftirtaldir voru sjálfkjörnir í stjórn félagsins til eins árs: Árni Hauksson, Garðabæ Jón Ásgeir Jóhannesson, Reykjavík Magnús Ármann, Reykjavík Pálmi Haraldsson, Reykjavík Þorsteinn M. Jónsson, Reykjavík Til vara: Matthías Imsland, Reykjavík Soffía Lárusdóttir, Mosfellsbæ Eftirfarandi tillaga um endurskoðanda fyrir næsta reikningsár var samþykkt: Stjórn 365 hf. leggur til að KPMG Endurskoðun hf. verði kjörið endurskoðunarfélag 365 hf. Eftirfarandi tillaga um laun stjórnarmanna til eins árs var samþykkt: Stjórn 365 hf. leggur til að laun stjórnarmanna verði óbreytt frá síðasta starfsári. Þóknun fyrir næsta starfsár verði kr. 100.000 á mánuði og tvöfalt hærri fyrir stjórnarformann. Varamenn í stjórn fá kr. 50.000 fyrir hvern fund sem þeir sitja, en þó að hámarki greiddar kr. 1.200.000 á ári. Nánari upplýsinar veitir Ari Edwald forstjóri 365 hf.