Stjórn Glitnis sjóða hf., sem rekur Verðbréfasjóði Glitnis, Fjárfestingarsjóði Glitnis og Fagfjárfestasjóði Glitnis hefur staðfest ársreikning félagsins fyrir árið 2007. Afkoma Glitnis sjóða hf. árið 2007 - 63,3% vöxtur eigna í stýringu ● Hagnaður Glitnis sjóða hf. eftir skatta árið 2007 nam 275,2 m.kr. samanborið við 28,9 m.kr. árið 2006. ● Hagnaður færður á hlutdeildarskírteini eigenda Verðbréfa- og Fjárfestingarsjóða Glitnis var 19.302 m.kr. árið 2007 samanborið við 11.857 árið 2006 sem er 62,8% aukning á milli ára. ● Hreinar rekstrartekjur námu 1.937 m.kr. samanborið við 1.155 m.kr. árið áður, jukust um 67,7% ● Rekstrargjöld námu 1.599 m.kr. samanborið við 1.120 m.kr. ● Heildareignir félagsins námu 764 m.kr. en voru 215 m.kr. í ársbyrjun. ● Eigið fé í árslok 2006 nam 358 m.kr. en var 83 m.kr. í ársbyrjun ● Eiginfjárhlutfall félagsins, sem reiknað er samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki, var 63,1% í árslok 2007 en þetta hlutfall má ekki vera lægra en 8,0%. ● Fjármunir sjóða í stýringu Glitnis sjóða hf. námu 238.578 m.kr. í lok ársins samanborið við 145.765 m.kr. í árslok 2006, jukust um 63,3% á árinu 2007. ● Glitnir sjóðir hf. sér um stýringu og rekstur á sex sjóðsdeildum í Verðbréfasjóðum Glitnis, fjórum sjóðsdeildum í Fjárfestingarsjóðum Glitnis og einni sjóðsdeild í Fagfjárfestasjóðum Glitnis. Einnig sér félagið um stýringu á tveimur verðbréfasjóðum og einum vogunarsjóði í Glitnir Asset Management S.A. í Lúxemborg. Heildareignir í stýringu Glitnis sjóða hf. í Lúxemborg eru 8.513 m.kr. ● Ársreikningi félagsins er skipt í tvo hluta, A-hluta sem inniheldur ársreikning Glitnis sjóða og B-hluta sem inniheldur ársreikning Verðbréfasjóða Glitnis og Fjárfestingarsjóða Glitnis. Þessi framsetning á reikningnum er í samræmi við reglur um reikningsskil rekstrarfélaga verðbréfasjóða sem settar eru af Fjármálaeftirlitinu. ● Ársreikningurinn hefur verið endurskoðaður af PricewaterhouseCoopers hf. sem telur að reikningurinn gefi glögga mynd af afkomu félagsins og sjóðanna á árinu 2007. Ársreikningur félagsins verður tilbúinn 1. apríl og mun liggja frammi hjá Eignastýringu Glitnis, Kirkjusandi, 4. hæð og á www.glitnir.is/sjodir Nánari upplýsingar um ársreikning Glitnis sjóða hf. veitir Eggert Þór Kristófersson, framkvæmdastjóri félagsins í síma 440-4955.