- Nýir menn í stjórnendateymi Icelandic Group


Ingvar Eyfjörð hefur verið ráðinn aðstoðarforstjóri Icelandic Group. Ingvar
hefur víðtæka reynslu af stjórnun, sölu- og markaðsmálum fyrirtækja í
matvælaframleiðslu. Ingvar mun vinna náið með Finnboga Baldvinssyni forstjóra,
að daglegum rekstri og stefnumótun félagsins. Ingvar lauk BSc pófi í
sjávarútvegsfræðum frá Háskólanum á Akureyri . Hann starfaði sem sölustjóri
Tros frá 1998 til 2000. Hann tók við sem framkvæmdastjóri Tros árið 2000 og
stýrði félaginu í tvö ár, eða þar til hann tók við starfi sölustjóra smásölu
SÍF í Bretlandi. Hann var framkvæmdastjóri saltfisksviðs SÍF árið 2004 og tók
við framkvæmdastjórastöðu hjá Fiskvali árið 2005. 

Ingvar Eyfjörð er kvæntur Margréti Elísabetu Knútsdóttur ljósmóður og eiga þau
saman Knút Eyfjörð og Jökul Eyfjörð. 

Við starfi Ingvars sem framkvæmdastjóri Fiskvals tekur Elfar Bergþórsson sem
gegnt hefur starfi sölustjóra félagsins frá upphafi árs 2006.  Elfar var
sölustjóri Tros árin 2000-2005 og þar áður framleiðslustjóri Jóns Erlings
1998-2000. 

Elfar er giftur Valgerði Guðbjörnsdóttur og eiga þau börnin Kolbrúnu Maríu,
Emilíu Hildi og Ísak Snæ 

Forstöðumaður hagdeildar Icelandic samstæðunnar
Finnbogi Gylfason hefur verið ráðinn forstöðumaður hagdeildar Icelandic
samstæðunnar. Finnbogi hóf störf á fjármálasviði hjá Icelandic Group árið 1997
og hefur starfað þar síðan. 

Finnbogi er menntaður viðskiptafræðingur frá University of Louisiana at Monroe
í Bandaríkjunum og lagði stund á meistaranám í viðskiptafræði við Háskóla
Íslands með áherslu á fjármál, á árunum 2002 til 2004. 

Finnbogi er kvæntur Svönu Huld Linnet og eiga þau tvö börn Kristján Flóka og
Ylfu.