2007


Hagnaður Landic Property nam 2,5 milljörðum króna á árinu 2007.

Heildareignir félagsins námu  452 milljörðum króna.

Landic Property, eitt stærsta fasteignafélag Norðurlanda, varð til á árinu 2007.

Helstu atburðir ársins 2007:

•  Eitt stærsta fasteignafélag á Norðurlöndum, sem er meðal stærstu fyrirtækja
   á Íslandi, var myndað með kaupum Landic Property hf. á Keops A/S.
 
•  Áhætta félagsins dreifðist verulega - landfræðilega og með fleiri og
   fjölbreyttari leigutökum. Sameinað félag er með víðtæka starfsemi í Svíþjóð,
   Danmörku, Íslandi og Finnlandi. 

•  Eignasafnið var stækkað umtalsvert á Íslandi með kaupum á Landsafli hf.

•  Markaðssetning á sameinuðum fyrirtækum Stoða og Keops undir nafni Landic
   Property. 

•  Nýr forstjóri var ráðinn til félagsins.


Lykiltölur ársins 2007

•  Heildareignir félagsins  2007 námu 452.075 milljónum kr. í árslok en námu
   156.634 milljónum árið á undan. 

•  Eigið fé félagsins í lok árs nam 70.596 milljónum kr.  Þar af nam hlutafé
   5.394 milljónum kr. Eigið fé í árslok 2006 nam 22.717 milljónum kr. 

•  Eiginfjárhlutfall í árslok 2007 var 15.6%.

•  Eigið fé félagsins ásamt tekjuskattskuldbindingum  og víkjandi lánum var
   samtals 90.367 milljónir kr., sem er 20% af heildareignum félagsins  í árslok
   2007. Þann 13. febrúar s.l. eignaðist Landic Property fasteignasjóði sem
   fjármagnaðir voru með víkjandi láni. Að því gefnu að heildareignir félagsins
   séu óbreyttar frá áramótum, hækkar framangreint hlutfall  í 23,4%.
 
•  Rekstrarreikningurinn inniheldur tólf mánaða rekstur Stoða hf. og rekstur
   Keops frá 3. september 2007. 

•  Hagnaður ársins 2007 nam 2.524 milljónum kr. en nam 11.395 milljónum á árinu
   2006. 

•  Rekstrartekjur ársins 2007 námu 16.588 milljónum kr. en námu 6.191 milljón á
   árinu á undan. 

	
Helstu atburðir frá áramótum

•  Landic Property hf. hefur fest kaup á hlut í fimm alþjóðlegum
   fasteignasjóðum. Kaupverðið er 20,6 milljarðar króna og voru kaupin
   fjármögnuð með víkjandi láni með breytirétti sem kemur til greiðslu eftir
   fimm ár. 

•  Landic Property opnaði skrifstofu í Helsinki í febrúar s.l. Opnun
   skrifstofunnar greiðir fyrir möguleikum á vexti á starfsemi félagsins í
   Finnlandi og í Eystrarsaltslöndunum.


Skarphéðinn Berg Steinarsson forstjóri segir:

“Ársuppgjör Landic Property fyrir árið 2007 sýnir mjög vel styrk félagsins. 
Við erum með umfangsmikla starfsemi í Svíþjóð, Danmörku, Íslandi og Finnlandi
og mikla staðbundna þekkingu á markaði í hverju landi.   Fjölbreytileikinn
endurspeglast í umfangsmiklum efnahagsreikningi og gerir okkur kleyft að
styrkja enn frekar starfsemina á núverandi markaði og sækja fram á nýjum. 
Vinna við að samþætta rekstur Keops innan Landic Property er komin á lokastig. 
Megináherslan á þessu ári verður að nýta til fulls þá möguleika og tækifæri sem
felast í okkar stóra eignasafni.  Eftir viðburðaríkt ár með mörgum áskorunum,
sem við höfum tekist á við og yfirunnið, er framtíðin björt.” 


Aðalfundur Landic Property hf.:

Stjórn félagsins staðfesti ársreikninginn þann 30. mars 2008.

Aðalfundur félagsins verður haldinn þriðjudaginn 22. apríl næstkomandi kl 16:00
á Hilton Reykjavík Nordica Hóteli. 

Ársreikningurinn er gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS)
og endurskoðaður af KPMG. 
	
Nánari upplýsingar veita: 

Fyrir fjárfesta: 
Guðrún Ögmundsdóttir, fjárfestatengill, í síma 860-7772

Fyrir blaðamenn: 
Páll Benediktsson, forstöðumaður samskiptasviðs í síma 895-6066


Um Landic Property:
Landic Property sérhæfir sig í leigu á verslunar- og skrifstofuhúsnæði til
fyrirtækja og opinberra stofnana.  Landic Property er eitt af stærstu
fasteignafélögunum á Norðurlöndum.  Félagið er leiðandi á markaði á Íslandi,
hefur umtalsverða markaðshlutdeild í Svíþjóð og Danmörku, og er búið að ná
öruggri fótfestu í Finnlandi.  Langstærstur hluti fasteigna félagins er
staðsettur á kjörsvæðum í miðborgum sem eru eftirsótt til kaupsýslu og
skrifstofuhalds. 

Landic Property (þá Stoðir hf) var stofnað árið 1999 af Baugi og Kaupþingi. 
Síðastliðið haust yfirtók félagið danska fasteignafélagið Keops A/S, sem var
skráð í OMX Kauphöllinni í Danmörku frá 1998 - 2007.  Áður (2006) höfðu Stoðir
eignast fasteignafélagið Atlas Ejendomme A/S, sem hafði yfir að ráða mjög
verðmætum eignum í miðborg Kaupmannahafnar. 

Um 270 starfsmenn vinna hjá Landic Property og félagið á um 500 fasteignir í
Svíþjóð, Danmörku, Íslandi og Finnlandi.  Leigusafn félagsins nemur um 2,6
milljónum fermetra að flatarmáli.  Leigjendur eru um 3.400 og verðmæti eigna
nemur um 452 milljörðum króna.

Attachments

landic property 2007 press release.pdf landic property - frettatilkynning a islensku.pdf consolidated financial statement 2007.pdf