- Tillaga um útgáfu víkjandi breytanlegs skuldabréfaláns


Stjórn Icelandic Group hf. hefur ákveðið að aðalfundur félagsins verði haldinn
þann 18. apríl n.k. klukkan 16:00. Fundurinn verður nánar auglýstur síðar. 

Stjórn Icelandic Group hf. hefur samþykkt að leggja tillögu fyrir hluthafa á
komandi aðalfundi félagsins þess efnis að hluthafar samþykki að félaginu verði
heimilt að taka víkjandi skuldabréfalán til 4 ára samanlagt að
höfuðstólsfjárhæð í íslenskum krónum er samsvarar € 41.000.000 á þeim tíma sem
skuldabréfalánið er veitt, með 23% föstum ársvöxtum, er veiti kröfuhafa rétt
til þess að breyta kröfu samkvæmt skuldabréfaláninu á hendur félaginu í hluti í
því á genginu 1,00. Miðað við að framangreind fjárhæð væri ISK 5.000.000.000,
þá hefði þetta í för með sér að félagið gæfi út nýja hluti að  nafnverði allt
að 11.444.332.050 eftir fjögur ár. Til stendur að bjóða hluthöfum félagsins og
fagfjárfestum að kaupa framangreind skuldabréf í lokuðu útboði. Andvirði 
framangreindra skuldabréfa yrði varið til frekari styrkingar á innviðum
félagsins og lækkunar á hlutfalli skammtímafjármögnunar í heildarfjármögnun
félagsins. 

Stjórn Icelandic Group hf. samþykkti ennfremur að falla frá áður samþykktri
tillögu sinni um að leggja til við aðalfund aukningu á hlutafé um allt að
jafnvirði €  30.000.000. 

Nánari upplýsingar veitir:
Finnbogi A. Baldvinsson forstjóri Icelandic Group S: +49 1723 198 727


Um Icelandic Group
Icelandic Group (OMX Nordic Exchange: IG) er alþjóðlegt net fyrirtækja sem
starfa hvert á sínum markaði við framleiðslu og sölu sjávarafurða.  Á mörgum
mörkuðum er félagið þekkt fyrir vörumerki sitt ICELANDIC, sérstaklega innan
veitingahúsa og mötuneyta.  Félagið er einnig stór birgi smásöluverslana með
framleiðslu undir eigin vörumerkjum eða undir vörumerkjum smásölukeðjanna.
Starfsmenn Icelandic Group eru um 4.900.  Hjá þeim stóra hópi liggur
yfirgripsmikil þekking sem spannar allt frá veiðum og frumvinnslu sjávarfangs
til vöruþróunar og framleiðslu tilbúinna rétta og þekking á markaði.