SPRON tekur 5 milljarða króna í víkjandi lán


SPRON hefur tekið víkjandi lán fyrir 5 milljarða króna frá Kaupþingi. Lántakan
er til 10 ára.  Tilgangurinn með lántökunni er að renna enn styrkari stoðum
undir eiginfjárgrunn félagsins. 

Frekari upplýsingar veitir: 

Valgeir M. Baldursson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs
Sími: 550 1774/897 8939