Samkvæmt tilkynningu frá Baugi Group hf. hefur verið skrifað undir samkomulag um að Hagar hf., 101 Capital ehf. og Eignarhaldsfélagið ISP ehf.,kaupi hluti í BG Capital ehf., eignarhaldsfélagi Baugs Group hf., sem á um 36,6% hlut í FL Group hf. Framangreindir aðilar leggja inn hluti sína í FL Group sem hlutafé í BG Capital ehf. Jafnframt mun Kaldbakur hf. eignast hlutafé í BG Capital ehf. Eftir viðskiptin munu hluthafar Baugs Group hf. eiga 24% í BG Capital ehf., 101 Capital ehf./ Eignarhaldsfélagið ISP ehf. 11,5%, Hagar hf. 11,6% og Kaldbakur ehf. 33,6%. Nafni BG Capital verður breytt í Styrkur Invest ehf. og mun það félag eftir viðskiptin eiga 39,05% í FL Group hf.