Samkvæmt tilkynningu frá Baugi Group hf. hefur náðst samkomulag um sölu eignarhluta félagsins í fjölmiðla-, tækni- og fjármálafyrirtækjum. Samkvæmt tilkynningunni mun fjárfestingafélagið Stoðir Invest hf. kaupa hlut Baugs Group í 365 hf. en Baugur Group hf. á 38.4% hlut í félaginu.