Í samræmi við lið 6 í dagskrá aðalfundar sem haldinn verður 23. apríl 2008. Fyrir aðalfundi Landsbanka Íslands hf. liggur tillaga um að eftirtaldir einstaklingar verði kjörnir aðal- og varamenn í bankaráð Landsbanka Íslands hf. fram til næsta aðalfundar. Forfallist aðalmaður tekur varamaður sæti miðað við þá röð sem tillagan greinir. Aðalmenn: Björgólfur Guðmundsson, stjórnarformaður Andri Sveinsson, viðskiptafræðingur Kjartan Gunnarsson, lögfræðingur Svafa Grönfeldt, rektor Þorgeir Baldursson, forstjóri Varamenn: Varamenn fyrir Björgólf Guðmundsson og Andra Sveinsson 1. varamaður Sigþór Sigmarsson, verkfræðingur 2. varamaður Helga Theodórsdóttir, viðskiptafræðingur Varamenn fyrir Kjartan Gunnarsson, Svöfu Grönfeldt og Þorgeir Baldursson 1. varamaður Gunnar Felixson, framkvæmdastjóri 2. varamaður Helga Jónsdóttir, bankafulltrúi 3. varamaður Þorsteinn Sveinsson, skógarbóndi Upplýsingar um frambjóðendur má nálgast tveimur dögum fyrir aðalfund á skrifstofu Landsbankans, Austurstræti 11, 155 Reykjavík. Nánari upplýsingar gefur Gunnar Viðar, forstöðurmaður Lögfræðiráðgjafar í síma 410 7740.